Raunveruleikinn bankaði upp á í formi faraldurs og samfélagið leitar jafnvægis.

Straumarnir fimm

  1. Snjallvæðing veitir forskotið
  2. Hið opinbera á og má
  3. Heima er best
  4. Faraldurslexían yfirfærist
  5. Gagnadrifin barátta skilar árangri

Heima er best

Það getur verið varasamt að treysta á langa og einsleita birgðakeðju sem búið er að besta aðeins of mikið. Hún á það til að slitna á veikasta hlekknum þegar á reynir. Matvæli, lyf, lækningatæki og aðrar mikilvægar vörur verða í auknum mæli framleiddar nær þeim stað sem neyslan á sér stað. Bretar tala t.d. í fullri alvöru um að þjóðin þurfi að verða sjálfri sér næg þegar kemur að heilbrigðismálum. Það sé ekki hægt að vera upp á aðra komin í þessum efnum, ekki einu sinni nágranna sína. Þessi hugsun gæti hæglega yfirfærst á aðra geira sem gegna mikilvægu hlutverki í gangverkinu.

Faraldurslexían yfirfærist

Svo má vera að við lærum eitt og annað af faraldrinum og viðbrögðum okkar við honum. Jafnvel að sú lexía muni yfirfærast á umhverfismálin. Þar hafa vísindamenn verið duglegir að vara okkur við og hvatt okkur til þess að breyta venjum okkar áður en það verður of seint. Þeir eru að teikna upp fyrir okkur líklegan raunveruleika sem gæti bankað upp á í nánustu framtíð. Okkur hugnast hann alls ekki. Þá kjósa margir að horfa eitthvert annað.

Gagnadrifin barátta skilar árangri

Samfélög sem náð hafa góðum árangri í baráttunni gegn faraldrinum hafa reitt sig á þekkingu vísindamanna, áreiðanlega söfnun gagna og tekið gagnadrifnar ákvarðanir. Þessi vísindalegi ákvarðanatökuprósess er í fréttum á hverju kvöldi og við erum reynslunni ríkari.

Framtíðin er gagnadrifin

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store