Frumkvöðlar í gagnavísindum í bíó!
--
Data Lab Ísland stendur fyrir viðburði sem áhugafólk um gagnavísindi og gervigreind ætti ekki að láta fram hjá sér fara.
Nánari upplýsingar og skráning á Facebook síðu Data Lab Ísland.
Heimildarmyndin “Frumkvöðlar í gagnavísindum” (Data Science Pioneers) verður frumsýnd á Íslandi fimmtudaginn 14. nóvember í Tjarnarbíói í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið Dataiku.
Áður en myndin hefst mætir Bergur Ebbi rithöfundur og segir frá nýrri bók sinni, Skjáskot, en hún fjallar meðal annars um gagnasöfnun og gervigreind í öðru samhengi en við eigum að venjast.
Dagskrá:
Kl. 17:00 — Húsið opnar
Kl. 17:10 — Dagskrá hefst
Kl. 17:15 — Bergur Ebbi og Skjáskot
Kl. 17:30 — Data Science Pioneers (60m)
Kl. 18:30 — Glaumur og gleði þar til yfir lýkur…kl. 19:00.
Enginn aðgangseyrir en gestir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig og sýna staðfestingu við inngang.
Nánari upplýsingar og skráning á Facebook síðu Data Lab Ísland.
Í myndinni er reynt að varpa ljósi á hlutverk gagnavísinda í tæknivæddum heimi þar sem gögn og gervigreind verða sífellt fyrirferðarmeiri. Fólkið í hringiðu þessarar þróunar lýsir takmörkum og möguleikum tækninnar, pælir í siðferðilegum álitamálum og því sem framundan er.
Umfjöllun um myndina á IMDB þar sem hún fær ágætiseinkunn.
Um Data Lab Ísland
Data Lab Ísland er tækni- og ráðgjafafyrirtæki sem hefur frá árinu 2016 starfað með fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Sérsvið Data Lab er hönnun, þróun og innleiðing tæknilausna sem byggja á gögnum og hagnýta aðferðir gagnavísinda og gervigreindar.
Markmið lausnanna er að bæta ákvarðanir og getu á ýmsum sviðum starfseminnar. Þær eiga það sameiginlegt að vera gagnadrifnar, sjálfvirkar og hagnýta þróaðar greiningaraðferðir, t.d. vélnám (machine learning).
Markmiðið er að búa til þekkingarsetur (center of excellence) á sviði gagnavísinda og gervigreindar sem höfðar til sérfræðinga sem starfa á þessu sviði og íslensk fyrirtæki og stofnanir geta leitað til og litið á sem traustan samstarfsaðila á meðan þau eru að ná tökum á tækninni og læra að hagnýta hana í starfsemi sinni.
Fyrirtækið er til húsa að Bræðraborgarstíg 16 í Reykjavík og starfa þar fjórir starfsmenn með bakgrunn í tölfræði, verkfræði, hagfræði, sálfræði og tölvunarfræði.
Data Lab Ísland er samstarfsaðili Dataiku á Íslandi. Frumkvöðlar í gagnavísindum nota hugbúnað frá Dataiku við þróun og innleiðingu gervigreindarlausna.