DataLab teymið í mars 2021: Brynjólfur, Stella og Dennis.

DataLab 2021

Framtíðin er gagnadrifin — Framtíðin er snjöll

--

DataLab er tækni- og ráðgjafarfyrirtæki stofnað árið 2016.

DataLab þróar gagnadrifnar og snjallar lausnir og leiðir viðskiptavini sína inn í gagnadrifna framtíð.

Teymi DataLab samanstendur af sérfræðingum á sviði gagnavísinda og gervigreindar og hagnýtingar gagna í snjöllum lausnum. Hjá fyrirtækinu starfa þrír starfsmenn með bakgrunn í tölvunarfræði, tölfræði, verkfræði og sálfræði. Teymið stækkar með hækkandi sól en gert er ráð fyrir að fjórði og fimmti starfsmaðurinn hefji störf hjá fyrirtækinu á næstu vikum og mánuðum.

Við sjáum um alla þætti við innleiðingu snjallra lausna, frá stöðumati og stefnumótun til þjálfunar starfsfólks og þróunar á lausum.

Þannig leiðum við íslensk fyrirtæki og stofnanir inn í gagnadrifna framtíð.

Gagnadrifnar lausnir og ráðgjöf

DataLab hefur þróað fjölbreyttar lausnir og sinnt ráðgjöf hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum í fremstu röð. Meðal viðskiptavina eru Veitur, Domino’s, Skatturinn, Sýn, Vörður, Forlagið, N1 og Algalíf.

Lausnir DataLab eiga það sameiginlegt að hagnýta gögn og aðferðir úr smiðju gagnavísinda og gervigreindar. Sem dæmi um gagnadrifnar lausnir sem DataLab hefur þróað má nefna:

 • Meðmælakerfi og sérsniðin upplifun fyrir vef og app Domino’s.
 • Sjálfvirk bókaráðgjöf og sérsniðin upplifun á vef Forlagsins.
 • Rauntímaspálíkan um eftirspurn eftir heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu fyrir Veitur.
 • Forspá um mikilvæga hegðun viðskiptavina tryggingafélaga, fjarskiptafyrirtækja, verslana o.fl.
 • Mat á stöðu, þróun og líklegri þróun viðskiptasambandsins hjá tryggingafélögum, fjarskiptafyrirtækjum, verslunum o.fl.
 • Snjallvæðing ferla hjá opinberum stofnunum.

Ráðgjöf fyrirtækisins snýr að stefnumótun og fræðslu og leiðsögn vegna hagnýtingar slíkra lausna.

Þjónustulausnir DataLab eru annars vegar ráðgjöf og hins vegar gagnadrifnar og snjallar lausnir sem sérfræðingar DataLab þróa:

 • Vegvísir: stöðumat, stefnumótun og aðgerðaáætlun vegna hagnýtingar gagnadrifinna lausna.
 • Fræðsla og leiðsögn um hagnýtingu gagnadrifinna lausna.
 • Þjónustusamningur um greiningarlausnir (AIaaS)
 • Þróunarsamstarf um þróun lausna

Að auki er DataLab endursöluaðili á Íslandi fyrir hugbúnað frá Dataiku sem er þróunarumhverfi fyrir gervigreindarlausnir (data science / machine learning / AI platform) í fremstu röð.

Okkar nálgun

Aðferðafræðin sem við beitum við þróun og innleiðingu lausna byggir á áralangri reynslu sérfræðinga okkar af hönnun, þróun og innleiðingu gagnadrifinna lausna hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum.

Vegferðin hefst á stöðumati, kortlagningu tækifæra og smíði aðgerðaáætlunar. Í kjölfarið er ráðist í þróun lausna, oft í 12 vikna sprettum og þær hagnýttar í starfseminni jafnóðum.

Sérhver sprettur samanstendur af fimm skrefum:

 1. Skilgreining og afmörkun
 2. Tæknilegir innviðir og undirbúningur gagna
 3. Smíði lausnar
 4. Innleiðing og rekstur
 5. Árangursmat og áframhaldandi þróun

Lausn getur farið í gegnum allt að fjóra slíka spretti á einu ári og skilar fyrir vikið sífellt meira virði.

Samhliða bjóðum við upprennandi gagna- og greiningarteymum, stjórnendum þeirra og samstarfsaðilum sérsniðna fræðslu og leiðsögn til að tryggja sameiginlegan skilning á forsendum tækninnar og möguleikum hennar.

Á hálfu til einu ári eru tekin stór skref í átt að árangursríkri hagnýtingu snjallra lausna sem auka samkeppnishæfni. DataLab útvegar þá sérþekkingu og tækni sem til þarf til að stíga þessi fyrstu skref.

Aðferðafræði og vinnulag DataLab hefur verið í stanslausri þróun undanfarin ár og er aðlagað að þörfum íslenskra fyrirtækja og stofnana.

Árangur áfram ekkert stopp!

Á fyrstu fjórum árum í rekstri fyrirtækisins hefur verið fjárfest í fólki, ferlum, vinnulagi og aðferðafræði, tæknilegum innviðum og þjónustulausnum. Allt leggur þetta traustan grunn að áframhaldandi þróun og vexti samhliða aukinni áherslu fyrirtækja og stofnana á Íslandi á að hagnýta gögn í snjöllum lausnum starfsemi sinni til að auka samkeppnishæfni og bæta rekstur.

Í samstarfi við DataLab Ísland innleiða fyrirtæki snjallar lausnir sem bæta samkeppnishæfni og undirbúa þau fyrir framtíðina.

--

--