DataLab teymið í mars 2021: Brynjólfur, Stella og Dennis.

DataLab 2021

Framtíðin er gagnadrifin — Framtíðin er snjöll

DataLab er tækni- og ráðgjafarfyrirtæki stofnað árið 2016.

Gagnadrifnar lausnir og ráðgjöf

DataLab hefur þróað fjölbreyttar lausnir og sinnt ráðgjöf hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum í fremstu röð. Meðal viðskiptavina eru Veitur, Domino’s, Skatturinn, Sýn, Vörður, Forlagið, N1 og Algalíf.

 • Sjálfvirk bókaráðgjöf og sérsniðin upplifun á vef Forlagsins.
 • Rauntímaspálíkan um eftirspurn eftir heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu fyrir Veitur.
 • Forspá um mikilvæga hegðun viðskiptavina tryggingafélaga, fjarskiptafyrirtækja, verslana o.fl.
 • Mat á stöðu, þróun og líklegri þróun viðskiptasambandsins hjá tryggingafélögum, fjarskiptafyrirtækjum, verslunum o.fl.
 • Snjallvæðing ferla hjá opinberum stofnunum.
 • Fræðsla og leiðsögn um hagnýtingu gagnadrifinna lausna.
 • Þjónustusamningur um greiningarlausnir (AIaaS)
 • Þróunarsamstarf um þróun lausna

Okkar nálgun

Aðferðafræðin sem við beitum við þróun og innleiðingu lausna byggir á áralangri reynslu sérfræðinga okkar af hönnun, þróun og innleiðingu gagnadrifinna lausna hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum.

 1. Tæknilegir innviðir og undirbúningur gagna
 2. Smíði lausnar
 3. Innleiðing og rekstur
 4. Árangursmat og áframhaldandi þróun

Árangur áfram ekkert stopp!

Á fyrstu fjórum árum í rekstri fyrirtækisins hefur verið fjárfest í fólki, ferlum, vinnulagi og aðferðafræði, tæknilegum innviðum og þjónustulausnum. Allt leggur þetta traustan grunn að áframhaldandi þróun og vexti samhliða aukinni áherslu fyrirtækja og stofnana á Íslandi á að hagnýta gögn í snjöllum lausnum starfsemi sinni til að auka samkeppnishæfni og bæta rekstur.

Framtíðin er gagnadrifin

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store