DataLab teymið í mars 2021: Brynjólfur, Stella og Dennis.

Framtíðin er gagnadrifin — Framtíðin er snjöll

DataLab er tækni- og ráðgjafarfyrirtæki stofnað árið 2016.

DataLab þróar gagnadrifnar og snjallar lausnir og leiðir viðskiptavini sína inn í gagnadrifna framtíð.

Teymi DataLab samanstendur af sérfræðingum á sviði gagnavísinda og gervigreindar og hagnýtingar gagna í snjöllum lausnum. Hjá fyrirtækinu starfa þrír starfsmenn með bakgrunn í tölvunarfræði, tölfræði, verkfræði og sálfræði. Teymið stækkar með hækkandi sól en gert er ráð fyrir að fjórði og fimmti starfsmaðurinn hefji störf hjá fyrirtækinu á næstu vikum og mánuðum.

Við sjáum um alla þætti við innleiðingu snjallra lausna, frá stöðumati og stefnumótun til þjálfunar starfsfólks og þróunar á lausum.

Þannig leiðum við íslensk fyrirtæki…


Óþekkti embættismaðurinn stendur vaktina

Notkun gervigreindar og snjallra lausna í opinbera geiranum eykst stöðugt um allan heim.

Tæknin þróast hratt og verður áreiðanlegri, aðgengilegri og ódýrari með hverju árinu sem líður. Gríðarleg tækifæri eru fyrir opinberar stofnanir til að nýta slíka tækni enda búa opinberir aðilar yfir miklu magni gagna sem er aðalfóður snjallra lausna.

Hér verður fjallað um nokkrar áskoranir vegna innleiðingar gagnadrifinna og snjallra lausna í opinberum rekstri en sjónum svo beint að sviðum þar sem þegar er verið að nýta tæknina á spennandi hátt víða um heim til að bæta nýtingu fjármuna og þjónustu við borgarana og auka sjálfvirkni.

Reynt verður…


Ómótstæðilegt! en gæti verið betra — Cheeriosið er að klárast

Með hverju árinu sem líður verður tæknin hagkvæmari, aðgengilegri, og áreiðanlegri. Gagnadrifnar lausnir sem hagnýta gervigreind ryðja sér til rúms í verslun og smásölu á ógnarhraða.

Nú er að hrökkva eða stökkva.

Netverslun sækir í sig veðrið

Netverslun nýtur sívaxandi vinsælda á kostnað hefðbundinnar verslunar. Þar hafa atriði eins og vöruúrval, auðveldur verðsamanburður, aðgengi að upplýsingum um vörur, sérsniðin upplifun og þægindi skipt miklu máli.

Covid-19 faraldurinn hefur virkað eins og sterasprauta á þessa þróun eins og við þekkjum flest á eigin skinni. Nú er meginþorri landsmanna farinn að nota netverslanir að staðaldri, m.a. …


Gervigreind getur mögulega hjálpað mönnum að taka sanngjarnar ákvarðanir, en aðeins ef við byggjum sanngirni inn í gervigreindina sjálfa. Þetta er mikilvægt viðfangsefni í dag þar sem gervigreind er þegar orðin fyrirferðarmikil í útbreiddum tæknilausnum og framtíðaráformum fyrirtækja og opinberra aðila. Við erum rétt að byrja.


Tæknivæddur heimur

Gagnadrifnar og sjálfvirkar lausnir eru sannarlega komnar á dagskrá um allan heim, bæði í einkageiranum og hjá opinberum aðilum, stórum sem smáum. Þær eru ekki lengur einkamál alþjóðlegra tæknifyrirtækja og ná nú fótfestu í öllum geirum.

Faraldurinn sem nú gengur yfir hefur þar að auki knúið flest fyrirtæki og stofnanir til að endurskoða kerfi og ferla með hagræðingu og betri ákvarðanir að leiðarljósi.

Á Íslandi hefur hið opinbera stigið ákveðin skref í þessa átt með hundruð milljóna fjárfestingu í stafrænum innviðum undir hatti verkefnastofunnar Stafrænt Ísland. Fyrirtækin eru líka að taka við sér og jarðvegurinn fyrir slíkar lausnir er frjór…


Áhrifarík mynd

Myndin sem meðmælakerfi Netflix beinir ákaft til mín um þessar mundir heitir ‘The Social Dilemma’.

‘#2 in Iceland today’

…svo það eru greinilega fleiri sem hafa áhuga á þessu efni.

“This documentary-drama hybrid explores the dangerous human impact of social networking, with tech experts sounding the alarm on their own creations”

Samfélagsmiðlar eru ekki eingöngu jákvætt afl í tilverunni.

Það er á flestra vitorði nú til dags.

Falsfréttir, bergmálsherbergi, upplýsingaóreiða og samfélagsmiðlafíkn eru vel þekkt nýyrði í íslenskri tungu og lýsa því neikvæða sem m.a. fer fram á samfélagsmiðlum.


Efnisveiturnar sérsniðnu

…að þínum þörfum

Það er staðreynd að sérsniðin meðmæli drífa þjónustu fremstu net- og tæknifyrirtækja heimsins. Efnisveitur og netverslanir koma fyrst upp í hugann en það er bara toppurinn á ísjakanum. Þjónustan er þá aðlöguð að þörfum og áhugasviði hvers og eins notanda og niðurstaðan er yfirburðanotendaupplifun sem skilað hefur fyrirtækjunum samkeppnisforskoti.

Á næstu árum munu sífellt fleiri fyrirtæki kjósa að fara þessa sömu leið. Frumkvöðlarnir hafa varðað veginn og nú er röðin komin að meginþorra fyrirtækja að innleiða gagnadrifnar og snjallar lausnir sem bæta notendaupplifun og drífa áfram vöxt.

Hér er þessi tækni kölluð “meðmælakerfi” en á ensku er talað um recommendation…


Raunveruleikinn bankaði upp á í formi faraldurs og samfélagið leitar jafnvægis.

Við kveðjum þann gamla og áttum okkur á þeim nýja.

Ný norm.

Eða eins og utanríkisráðherra Breta orðaði það fyrir skömmu…

‘We will need to adjust to a new normal where we as a society adapt to safe new ways to work, to travel, to interact and to go about our daily lives.’

Þarna er eiginlega allt undir yfir lengri tíma.

Ég nefndi fimm strauma sem faraldurinn hefur flýtt fyrir eða ýtt undir og við hjá Data Lab Ísland höfum ríka ástæðu til að fylgjast með.

Ég fjallaði um…


Hinn nýi veruleiki? [Photo by visuals on Unsplash]

Raunveruleikinn bankaði upp á og samfélagið leitar nýs jafnvægis.

Gildismatið breytist og ný forgangsröðun lítur dagsins ljós.

Nýr raunveruleiki.

Ég nefndi fimm strauma sem faraldurinn hefur flýtt fyrir eða ýtt undir og við hjá Data Lab Ísland höfum ríka ástæðu til að fylgjast með af því að við teljum að við höfum af þeim viðskiptalega hagsmuni.

Kíkjum á tvo fyrstu.

  1. Snjallvæðing veitir forskotið
  2. Hið opinbera á og má
  3. Heima er best
  4. Faraldurslexían yfirfærist
  5. Gagnadrifin barátta skilar árangri

1. Snjallvæðing veitir forskotið

Allir sem vettlingi geta valdið eru farnir að bjóða upp á stafrænar lausnir og þjónustu. Framboð og eftirspurn eftir stafrænum lausnum hefur og…


“Occidentali’s Karma”

Samfélagið leitar jafnvægis í kjölfar fyrstu bylgju faraldursins.

Raunveruleikinn bankaði upp á — eins og hann gerir reglulega — og við höfum nú áttað okkur á því að hið nýja jafnvægi þarf að gera ráð fyrir möguleikanum á annarri og jafnvel þriðju bylgju. Og svo gætu fleiri farsóttir komið fram á næstu árum. Fyrst þessi gat það.

Þetta er nýr raunveruleiki. Frábrugðinn þeim gamla. Við kveðjum hann.

Jafnvægið næst en á nýjum forsendum.

Gildismatið breytist og ný forgangsröðun lítur dagsins ljós.

Hjá fólki og fyrirtækjum.

Og höfum í huga að breytingar þurfa ekki að eiga sér stað hjá mjög stórum…

Binni Borgar hjá DataLab Ísland

Framtíðin er gagnadrifin

Get the Medium app

A button that says 'Download on the App Store', and if clicked it will lead you to the iOS App store
A button that says 'Get it on, Google Play', and if clicked it will lead you to the Google Play store